Erlent

52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu.
Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. Vísir/AP
Að minnsta kosti 52 Palestínmenn hafa verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Þessi tala fer stöðugt hækkandi og er þetta blóðugasti dagurinn á svæðinu síðan árið 2014. Samkvæmt BBC hafa 2.400 manns einnig særst í átökunum.

Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra sem hafa látist í dag, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. 

Síðan mótmælin hófust fyrir sex vikum síðan hafi ísraelskir hermenn skotið nærri hundrað Palestínumenn til bana. Ekki hafi verið tilkynnt um mannfall í herliði Ísraels.

Sjá einnig: Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki 

„Við fordæmum af öllu afli þessa grimmd ísraelskra hermanna, að beita öllum þessum skotvopnum gegn almennum borgurum sem hafa fullan rétt á friðsælum mómælum – og þeir hafa verið að mótmæla á friðsamlegan hátt,“ sagði Riyad Mansor sendiherra og fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×