Blendnar tilfinningar íbúa í Jerúsalem Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 21:45 Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33