Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:10 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51
Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15