Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 09:15 Trump og gíslarnir þrír. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira