Íslenski boltinn

Pálmi fór í Crossfit og segir meira frjálsræði skila mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar

Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, mætir til leiks í Pepsi-deildinni þetta árið í fantaformi. Pálmi fór í Crossfit í vetur og segir að frjálsræði hans á miðjunni sé að skila mörkum.

„Eðlilega voru breytingar gerðar sérstaklega þar sem maður var kannski ekki búinn að standa undir þeim væntingum sem voru gerðar til manns,” sagði Pálmi í samtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

„Það var eðlilegt og sjálfsagt. Ég æfði vel í vetur og fór til Hennings í Crossfit Granda að láta hann djöflast í mér fyrir áramót. Ég fékk góðan grunn þar.”

Pálmi er kominn með þrjú mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni og virkar funheitur.

„Það er aðeins meira frjálsræði fram á við þó að varnarlega þurfi maður að sinna sinni vinnu. Ég held að það sé stærsta skýringin á þessu.”

KR mætir Breiðablik í stórleik annað kvöld og Pálmi er spenntur að fá topplið Blika í heimsókn.

„Það verður gaman að fara spila fyrir okkar stuðningsmenn heima. Þeir eru búnir að mæta vel hingað til og við erum þakklátir fyrir það. Vonandi verður fullur völlur á morgun og við getum glatt þá á móti hörkuliði Blika.”

„Það eru miklu meiri gæði í deildinni og bæði hjá leikmönnum og þjálfurum sem og umgjörð. Metnaðurinn er orðinn miklu, miklu meiri og við erum ekkert langt á eftir hinum Norðurlöndunum.”

Innslagið má sjá hér að ofan í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.