Ekki í boði að sleppa umsýslugjaldinu: „Auðvitað munar mann um þetta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 20:00 Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira