Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg 19. maí 2018 09:00 Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir, tæp 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30
Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30