Segir Trump hafa skrifað bréf um eigið heilsufar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:30 Harold Bornstein, fyrrverandi læknir Donald Trump. Vísir/Getty Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent