Erlent

Ekki tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn á Ítalíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sergio Mattarella forseti Ítalíu.
Sergio Mattarella forseti Ítalíu. Vísir/Getty

Allt stefnir í að Ítalir þurfi að fara aftur í kjörklefana áður en árið er á enda en nú, þegar komið er á þriðja mánuð eftir kosningar í landinu, gengur ekkert að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Forseti landsins, Sergio Mattarella biðlar til stjórnmálamanna að þeir reyni enn og aftur að setjast niður til stjórnarmyndunar.

Forsetinn hefur gefið þeim frest fram á mánudag til að ná árangri, annars er talið líklegt að hann skipi bráðabirgðastjórn og boði til kosninga á nýjan leik. Reyndar er einnig ósætti um hvenær slíkar kosningar ættu að fara fram. Sumir flokkanna vilja kjósa strax, en aðrir vilja bíða fram á haustið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.