Erlent

Árásirnar beinast gegn kjósendum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hermaður fylgist með mannlífinu.
Hermaður fylgist með mannlífinu. Vísir/Getty
Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. Verið var að nota moskuna fyrir bænahald og skráningu fólks á kjörskrá þegar árásin var gerð.

Árásin átti sér stað í Yaqoubi-moskunni í borginni Khost í austurhluta landsins. Fórnarlömbin voru flest almennir borgarar á leið til bæna eða komnir til að skrá sig fyrir þingkosningarnar sem fara fram í október.

Árásir á almenna borgara í landinu hafa aukist undanfarnar vikur en um miðjan apríl hófst undirbúningur fyrir kosningarnar. Talið er að markmiðið með þeim sé að fæla fólk frá því að kjósa í kosningunum. Aðeins um ein milljón manna hefur skráð sig á kjörskrá en stefnt hafði verið að því að fimmtán milljónir myndu gera það áður en júní rennur sitt skeið.

Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir árásinni en Talíbanar hafa neitað að hafa verið þarna að verki.




Tengdar fréttir

Síendurteknar árásir á afganska kjósendur

Fjórar árásir á fólk sem beið eftir að vera skráð á kjörskrá. ISIS lýsti yfir ábyrgð á árás gærdagsins þar sem 57 féllu. Kosið til þings í október. Kosningunum ítrekað verið frestað af öryggisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×