Síendurteknar árásir á afganska kjósendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hin átta ára gamla Zahra liggur á sjúkarhúsi í Kabúl eftir hryðjuverkaárás gærdagsins. Vísir/getty Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira