Tugir látnir eftir sprengjuárásir í Afganistan Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 13:01 Öryggissveitir flýja eftir aðra sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í morgun. AP Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira