Erlent

Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Suður-Kóreumenn fylgjast vel með fundi Pompeo og leiðtoga Norður-Kóreu.
Suður-Kóreumenn fylgjast vel með fundi Pompeo og leiðtoga Norður-Kóreu. Vísir/Getty
Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. Donald trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma.

Um er að ræða velvilja Norður Kóreu í garð Bandaríkjanna fyrir fund leiðtoga ríkjanna tveggja sem líklega verður í mánuðinum. Trump sagði á Twitter að búið væri að negla tímasetningu en gaf þó ekkert nánar upp um hver hún væri.

Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu eru mennirnir þrír sem munu fylgja Pompeo aftur til Bandaríkjanna. Þar segist Trump ætla að taka á móti þeim. Þeir voru fangelsaðir fyrir að vinna gegn ríkinu. Einn hefur verið í haldi í þrjú ár en hinir tveir í um eitt ár.

BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×