Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 11:00 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. VÍSIR/AFP Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55