Valsmenn opnuðu nýtt félagshús á dögunum þar sem stuðningsmenn liðsins geta hist fyrir leiki, fengið sér gott að drekka og rætt við mann og annan.
„Þetta var gamla félagsheimilið okkar og það var byggt 1948. Það var notað þangað til 1987 þegar við fluttumst inn í íþróttahúsið. Þetta hús var byggt 1916 og hér var fjós og hlaða,” sagði Gunnar Kristjánsson, fjósameistarinn sjálfur, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Kristján Ásgeirsson á heiðurinn af þessu. Hér munum við hittast fyrir leik, í leikhléi og funda á daginn. Hérna er gamli flórinn og saga Vals er í flórnum. Það er í lagi að stíga á þetta.”
Gunnar segir að það séu allir velkomnir í þetta uppgerða fjós, ekki bara Valsmenn heldur einnig stuðningsmenn annara liða og þá sér í lagi KR-ingar.
„Allir velkomnir og sérstaklega KR-ingar í kvöld. Ég opna klukkan fimm í kvöld. Ég er fjósið. Kallið mig bara fjósa,” sagði þessi skemmtilegi maður að lokum.
Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan en fylgjast má með leik Vals og KR í beinni textalýsingu hér.
Fjósameistari Vals klár í slaginn: „Allir velkomnir og sérstaklega KR-ingar í kvöld“
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn
