Erlent

Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dagur tvö hjá Zuckerberg.
Dagur tvö hjá Zuckerberg. Vísir/Getty
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag klukkan 14 að íslenskum tíma. Zuckerberg mun þar, annan dagin í röð, svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica.

Í gær kom Zuckerberg fyrir sameiginlegan fund dómsmála og viðskiptanefnda öldungardeildar Bandaríkjaþings en í dag er röðin komin að orku- og viðskiptamáladeild fulltrúadeildar þingsins. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér að neðan.

Sagði Zuckerberg í gær að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári.

Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti.


Tengdar fréttir

Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig

Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×