Hlutabréf í Facebook hækkuðu á meðan Zuckerberg sat fyrir svörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2018 23:45 Mark Zuckerberg í þinghúsinu í dag. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27