Íslenski boltinn

Ánægja með Hendrickx í Kópavogi og samningurinn framlengdur

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/heimasíða breiðabliks
Jonathan Hendrickx hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik í Pepsi-deild karla. Hann skrifaði fyrst undir samning í nóvember en nú hefur hann framlengt hann til þriggja ára.

Hendrickx gekk í raðir Blika frá Leixões í nóvember síðastliðnum en hann var seldur þangað um mitt síðasta sumar frá FH þar sem hann hafði leikið við góðan orðstír. Þar var hann meistari með liðinu í tvígang; árin 2015 og 2016.

Hann sambandi svo við Breiðablik í nóvember síðastliðnum en greint var frá því í dag að hann hafði framlengt samning sinn til þriggja ára. Fyrst um sinn þegar hann kom samdi hann bara til eins árs en nú hefur hann framlengt þann samning um tvö ár.

Á heimasíðu Blika segir einnig að hann gefið af sér bæði innan og utan vallar og ánægja sé með kappann í Kópavogi en flautað verður til leiks í Pepsi-deildinni í lok apríl. ÍBV koma í heimsókn á Kópavogsvöllinn í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×