Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:48 Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity og lögmaðurinn Michael Cohen á góðri stund. Twitter Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29