Umfjöllun um Downs á Íslandi leiddi til umdeilds frumvarps um fóstureyðingar í Pennsylvania Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 14:30 Fóstureyðingar hafa lengi verið mikið deiluefni í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna. Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna.
Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45
Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00
Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30