Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Una Sighvatsdóttir skrifar 12. mars 2016 20:00 Fyrir árið 2000 fæddust allt að 10 börn á ári með Downs heilkenni á Íslandi, en undanfarin 15 ár hefur þeim fækkað í 1-2 á ári, eftir að farið var að bjóða öllum veðrandi mæðrun fósturskimun. Yfir 80% íslenskra kvenna þiggja nú boð um slíka skimun, samanborið við 50% í Svíðþjóð og 30% í Hollandi svo dæmi séu tekin. Flestar velja að binda enda á meðgöngu ef Downs heilkenni greinist. Þannig greindust til dæmis 28 tilvik af Downs við fósturskoðun á árunum 2007 til 2014 og í 100% tilfella var fóstrinu eytt.Fleiri verðandi mæður fara í fósturskimun í leit að Downs heilkenni á Íslandi en annars staðar.Siðferðismál sem samfélagið þarf að horfast í augu við Þórdís Ingadóttir, dósent í lögfræði og formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkennið, segir þessa tölfræði með ólíkindum. „ Það er held ég stóra spurningin sem við þurfum að kljást við og við þurfum að svara því sem samfélag, af hverju eigum við heimsmet í þessu? Af hverju eru þessi börn ekki velkomin hér þegar þau eru velkomin annars staðar? Það er gengið út frá því að það sé sjálfsagt að fara í fóstureyðingu út af þessu einu, að vera með Downs-heilkenni, en hvað er það við þá einstaklinga sem samfélagið vill ekki?" Þórdís segir ósamræmi milli lagabókstafsins og framkvæmdar. Fósturskimanir byggi á ákvæði um að fóstureyðing sé heimil þegar ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi. Þórdís á sjálf dóttur með Downs heilkenni og segist ekki geta skrifað upp á að fólk eins og hún sé vanskapað. „Af því að einstaklingar með Downs-heilkenni í dag lifa flestir hverjir mjög heilbrigðu lífi og lífslíkur þeirra eru mjög háar. Það hefur breyst náttúrulega með læknavísindunum, en upp til hópa er þetta bara ánægt fólk og ánægðar fjölskyldur.“Greinist Downs heilkenni á fósturstigi er fóstrinu nánast undantekningalaust eytt.Stefnumótunin eigi að vera í höndum Alþingis Þórdís bendir á að það þvelist þversögn í þessum veruleika á sama tíma og stjórnvöld vinni ötullega að því að fullgilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Lögin hafa staðið nánst óbreytt síðan 1975 en heilbrigðisráðherra hefur nú skipað nefnd til að endurskoða þau í heild fyrir haustþingið. Þórdís bindur vonir við að skipulögð leit að Downs heilkenni verði þar með tekin til endurskoðunar. „Þessi umræða þarf að fara inn á Alþingi og takast þar, fyrir mér er verður ekki ákvörðun um þetta og stefnumótun hér á Íslandi settt af læknum á hverjum tíma inni á Landspítala af því að lögin eru svo óskýr. Þetta er stórt siðferðilegt mál sem Alþingi þarf að ákvarða um.“ Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Fyrir árið 2000 fæddust allt að 10 börn á ári með Downs heilkenni á Íslandi, en undanfarin 15 ár hefur þeim fækkað í 1-2 á ári, eftir að farið var að bjóða öllum veðrandi mæðrun fósturskimun. Yfir 80% íslenskra kvenna þiggja nú boð um slíka skimun, samanborið við 50% í Svíðþjóð og 30% í Hollandi svo dæmi séu tekin. Flestar velja að binda enda á meðgöngu ef Downs heilkenni greinist. Þannig greindust til dæmis 28 tilvik af Downs við fósturskoðun á árunum 2007 til 2014 og í 100% tilfella var fóstrinu eytt.Fleiri verðandi mæður fara í fósturskimun í leit að Downs heilkenni á Íslandi en annars staðar.Siðferðismál sem samfélagið þarf að horfast í augu við Þórdís Ingadóttir, dósent í lögfræði og formaður Félags áhugafólks um Downs-heilkennið, segir þessa tölfræði með ólíkindum. „ Það er held ég stóra spurningin sem við þurfum að kljást við og við þurfum að svara því sem samfélag, af hverju eigum við heimsmet í þessu? Af hverju eru þessi börn ekki velkomin hér þegar þau eru velkomin annars staðar? Það er gengið út frá því að það sé sjálfsagt að fara í fóstureyðingu út af þessu einu, að vera með Downs-heilkenni, en hvað er það við þá einstaklinga sem samfélagið vill ekki?" Þórdís segir ósamræmi milli lagabókstafsins og framkvæmdar. Fósturskimanir byggi á ákvæði um að fóstureyðing sé heimil þegar ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi. Þórdís á sjálf dóttur með Downs heilkenni og segist ekki geta skrifað upp á að fólk eins og hún sé vanskapað. „Af því að einstaklingar með Downs-heilkenni í dag lifa flestir hverjir mjög heilbrigðu lífi og lífslíkur þeirra eru mjög háar. Það hefur breyst náttúrulega með læknavísindunum, en upp til hópa er þetta bara ánægt fólk og ánægðar fjölskyldur.“Greinist Downs heilkenni á fósturstigi er fóstrinu nánast undantekningalaust eytt.Stefnumótunin eigi að vera í höndum Alþingis Þórdís bendir á að það þvelist þversögn í þessum veruleika á sama tíma og stjórnvöld vinni ötullega að því að fullgilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Lögin hafa staðið nánst óbreytt síðan 1975 en heilbrigðisráðherra hefur nú skipað nefnd til að endurskoða þau í heild fyrir haustþingið. Þórdís bindur vonir við að skipulögð leit að Downs heilkenni verði þar með tekin til endurskoðunar. „Þessi umræða þarf að fara inn á Alþingi og takast þar, fyrir mér er verður ekki ákvörðun um þetta og stefnumótun hér á Íslandi settt af læknum á hverjum tíma inni á Landspítala af því að lögin eru svo óskýr. Þetta er stórt siðferðilegt mál sem Alþingi þarf að ákvarða um.“
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira