„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2018 07:44 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15