„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2018 07:44 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15