Erlent

Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Raúl Castro rennir hýru auga til eftirmanns síns, Miguel Díaz-Canel.
Raúl Castro rennir hýru auga til eftirmanns síns, Miguel Díaz-Canel. Vísir/AFP
Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. Raúl Castro mun áfram gegna hlutverki sem leiðtogi Kommúnistaflokksins.

Fyrir forsetatíð Raúl hafði bróðir hans, Fidel Castro, verið við völd frá árinu 1959, en það ár steypti sitjandi forseta af stóli.

Díaz-Canel, sem hefur setið sem varaforseti síðastliðin fimm ár, var kjörinn forseti af þjóðþingi Kúbu. Allir 605 fulltrúar þingsins greiddu atkvæði í kosningunni og hlaut Díaz-Canel 99,83% greiddra atkvæða. Díaz-Canel tilheyrir Kommúnistaflokki Kúbu, líkt og allir þingmenn þjóðþingsins.

Í setningarræðu sinni sagði Díaz-Canel að kjör sitt væri mikilvægur liður í áframhaldi kúbversku byltingarinar. Ennfremur sagði hann að það væri „ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja koma á ofríki kapítalismans.“

Stórum hluta innsetningarræðunnar eyddi Díaz-Canel í að lofa forvera sinn, Raúl Castro, og öll hann stórmerkilegu verk. Ekki er litið á Díaz-Canel sem boðbera breytinga. Verði þær einhverjar er búist við að þeim verði hrint hægt í framkvæmd.

BBC greinir frá.

 


Tengdar fréttir

Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros

Þjóðþing Kúbu kemur saman í dag og á morgun til að velja arftaka Raúls Castro, forseta landsins. Hann tók við af bróður sínum Fídel árið 2006, sem hafði stjórnað landinu frá kommúnistabyltingunni 1959.

Castro-öldin á Kúbu á enda

Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.