Erlent

Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Þjóðþing Kúbu kemur saman í dag og á morgun til að velja arftaka Raúls Castro, forseta landsins. Hann tók við af bróður sínum Fídel árið 2006, sem hafði stjórnað landinu frá kommúnistabyltingunni 1959.

Raúl Castro, sem er 86 ára gamall, verður áfram aðalritari Kommúnistaflokksins næstu þrjú ár. Stjórnmálaskýrendur telja að ítök hans verði áfram sterk til dauðadags, þrátt fyrir að daglegur rekstur ríkisins færist til arftaka hans. Hver það verður kemur í ljós annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×