Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 00:01 Ætlast er til þess að ökumenn Tesla-bíla séu með hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýringin sé í gangi. Vísir/AFP Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið. Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Forsvarsmenn rafbílaframleiðandans Tesla fullyrða að sjálfstýribúnaður í bílum fyrirtækisins geri heiminn „tvímælalaust öruggari“. Tesla-jepplingur sem ók á vegartálma með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést fyrir rúmri viku var á sjálfstýringu þegar slysið átti sér stað. Tveggja barna faðir á fertugsaldri sem starfaði sem verkfræðingur hjá tæknirisanum Apple lést í slysinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum 23. mars. Fjölskylda hans segir að hann hafi sagt starfsmönnum Tesla-bílaumboðs að bíllinn tæki alltaf sveigju að steinsteypuöryggistálmi sem hann rakst á endanum á, að því er segir í frétt Washington Post. Tesla segist harma dauða ökumannsins en að nokkrir þættir hafi leitt til slyssins. Þannig hafi öryggistálmi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar Teslan rakst á hann. Ökumaðurinn sjálfur hafi einnig borið nokkra sök. Þannig virðist hann ekki hafa haft augun með akstrinum þrátt fyrir að ökumenn Tesla-bíla eigi alltaf að hafa hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýring sé í gangi. „Ökumaðurinn hafði fengið nokkrar sjón- og eina hljóðviðvörun um að taka við stýrinu fyrr í ökuferðinni og hendur bílsstjórans greindust ekki á stýrinu í sex sekúndur fyrir áreksturinn,“ segir í yfirlýsingu Tesla. Tálminn hafi blasað við 150 metrum fyrir framan bílinn og í um það bil fimm sekúndur áður en hann skall á honum.Ekki hægt að koma í veg fyrir öll slysFyrirtækið stendur með sjálfstýringu sinni og segir hana fækka árekstrum um allt að 40%. Ökumaður bíls með sjálfstýrihugbúnaðr sé 3,7 sinnum ólíklegri til þess að lenda í banaslysi en aðrir. „Tesla-sjálfstýring kemur ekki í veg fyrir öll slys, slík viðmið væru ómöguleg, en hún gerir þau mun ólíklegri. Hún gerir heiminn tvímælalaust öruggari fyrir farþega bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk,“ segir fyrirtækið.
Tesla Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30