Enski boltinn

Klopp hinn fullkomni arftaki Jupp Heynckes?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tekur Klopp við Bayern í sumar?
Tekur Klopp við Bayern í sumar? vísir/getty
Um fátt er meira rætt og ritað í þýskri knattspyrnu þessa dagana en hver það verður sem tekur við stjórnartaumunum hjá Bayern Munchen í sumar þegar Jupp Heynckes lætur af störfum.

Óvæntar fréttir bárust í gær þegar Karl-Heinz Rummenigge gaf það út að Thomas Tuchel kæmi ekki lengur til greina í starfið þar sem hann væri búinn að komast að samkomulagi við annað félag.

Einn þeirra sem tjáir sig um málið er Olaf Thon, fyrrum varnarmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins.

,,Ég hef verið að hugsa þetta þar sem ég þekki Uli Hoeneß og Karl-Heinz Rummenigge. Hver væri betri kostur en Thomas Tuchel fyrir Bayern? Sá eini sem kemur til greina er Klopp. Stóra spurningin er hvort það sé hægt að ná honum frá Liverpool.”

,,Ég veit ekki um nokkurn annan sem myndi passa við Bayern. Ég trúi ekki öðru en að Bayern reyni allt til að fá besta mögulega kostinn til að taka við af Jupp Heynckes og mér finnst augljóst að það getur aðeins verið Klopp,” segir Thon.

Jurgen Klopp kom sér á kortið með frábærum árangri sem stjóri Mainz og Borussia Dortmund í þýska boltanum áður en hann færði sig um set og tók við Liverpool árið 2015.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×