Fótbolti

Rummenigge: Tuchel búinn að samþykkja tilboð frá öðru félagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tuchel er hann stýrði Dortmund. Tekur hann við Arsenal eða verður það Chelsea?
Tuchel er hann stýrði Dortmund. Tekur hann við Arsenal eða verður það Chelsea? vísir/afp
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern Munchen, segir að Thomas Tuchel muni ekki taka við af Jupp Heynckes sem stjóri Bayern í sumar því Tuchel hefur samið við annað félag.

Tuchel, sem er 44 ára, hefur ekki verið við störf hjá neinu liði síðan að Borussia Dortmund rak hann úr starfi í maí síðastliðnum eftir slakt gengi í deildinni.

Tuchel hefur verið þrátlátlega orðaður við mörg félög víðs vegar um Evrópu síðastliðnar vikur en Chelsea, Arsenal og PSG auk Bayern hafa verið orðuð við kappann.

„Síðasta föstudag tjáði Tuchel okkur að hann hafi samið við annað félag. Við þurfum að sætta okkur við það en það er ekkert vandamál fyrir okkur,” sagði Rummenigge.

Heynckes tók við Bayern fyrr á þessu tímabili þegar liðið rak Carlo Ancelotti úr starfi. Þetta er ekki í fyrsta sinn, heldur í fjórða sinn sem hann tekur við Bayern en hann ætlar að láta staðar numið í sumar en hann er 72 ára gamall.


Tengdar fréttir

Tuchel velur Bayern frekar en Arsenal

Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Dortmund, tekur frekar við Bayern Munchen en Arsenal geti hann valið milli félaganna í lok tímabilsins fari sem svo að bæði lið skipta um þjálfa. Þetta herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×