Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 16:35 Búist er við því að niðurstaða úr efnagreiningu OPCW á taugaeitrinu liggi fyrir í næstu viku. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“