Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 16:35 Búist er við því að niðurstaða úr efnagreiningu OPCW á taugaeitrinu liggi fyrir í næstu viku. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28