Enski boltinn

Upphitun: Arsenal og Chelsea í eldlínunni

Dagur Lárusson skrifar
Tveir leikir fara fram í enska boltanum í dag en Lundúnar liðin Arsenal og Chelsea verða bæði í eldlínunni.

 

Fyrri leikur dagsins fer fram á Emirates vellinum í London þar sem Arsenal tekur á móti Southampton sem er í miklum vandræðum í botnsæti.

 

Eflaust eru margir stuðningsmenn Arsenal hættir að hugsa mikið um deildina þar sem liðið á ekki mikla möguleika á að ná Meistardeildarsæti og í raun eina von liðsins á að spila Meistaradeildarfótbolta á næsta tímabili er í gegnum Evrópudeildina.

 

Nýjasti leikmaður liðsins, Aubameyang, skoraði tvö mörk í síðasta leik liðsins í deildinni þegar liðið vann Stoke 3-0, en margir stuðningsmenn liðsins voru þó ekki sáttir með spilamennskuna, sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

 

Southampton er í miklum vandræðum við botn deildarinnar og tapaði fyrir West Ham 3-0 síðustu helgi og því hefur gengi liðsins ekki ennþá skánað eftir að Mark Hughes tók við liðinu.

 

Í seinni leik dagins tekur Chelsea á móti grönnum sínum í West Ham. Chelsea tapaði fyrir Tottenham á heimavelli í fyrsta sinn í 28 ára um síðustu helgi og með því tapi urðu Meistaradeildarvonir þeirra heldur litlar.

 

David Moyes og hans menn náðu að slíta sig aðeins frá fallsvæðinu með sigrinum á Southampton síðustu helgi, en eru þó alls ekki sloppnir.

 


Tengdar fréttir

Aubameyang sá um Stoke

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk þegar Arsenal vann öruggan þriggja marka sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wenger hrósar hugarfari Aubameyang

Pierre-Emerick Aubameyang leyfði Alexandre Lacazette að taka vítaspyrnu í stað þess að skora sjálfur þrennu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×