Enski boltinn

Wenger hrósar hugarfari Aubameyang

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tveir góðir
Tveir góðir vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði Pierre-Emerick Aubameyang í hástert eftir 3-0 sigur Arsenal á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ekki var Wenger aðeins sáttur við frammistöðu Gabon mannsins sem skoraði fyrstu tvö mörkin heldur hrósaði hann Aubameyang sérstaklega fyrir hugarfar sitt þar sem Aubameyang gaf Alexandre Lacazette eftir að taka vítaspyrnu sem sá síðarnefndi fiskaði á lokamínútu venjulegs leiktíma.

„Þetta kom mér ekki á óvart því ég veit hvað þeir ná vel saman. Ég kann að meta þetta hugarfar því þetta styrkir liðið. Lacazette var að koma til baka úr meiðslum og það er frábært af Aubameyang að leyfa honum að taka spyrnuna,“ segir Wenger sem kveðst jafnframt sannfærður um að þeir geti spilað saman.

„Aubameyang hefur spilað stóran hluta ferilsins á vinstri kanti; hann gerði það hjá St.Etienne og á fyrsta ári sínu hjá Dortmund þegar Lewandowski var með honum. Svo færði hann sig í fremstu víglínu þegar Lewandowski fór til Bayern Munchen,“ segir Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×