Aubameyang sá um Stoke

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aubameyang fór illa með Stoke í dag
Aubameyang fór illa með Stoke í dag vísir/getty
Arsenal styrkti stöðu sína í 6.sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann sigur á lánlausu liði Stoke á Emirates leikvangnum í Lundúnum í dag.

Fyrri hálfleikurinn í dag var vægast sagt tíðindalítill og raunar frekar leiðinlegur. Í síðari hálfleik færðist aðeins meira fjör í leikinn.

Xerdan Shaqiri var líflegur í liði gestanna og var nálægt því að skora með skoti beint úr hornspyrnu en boltinn hafnaði í tréverkinu. Á 75.mínútu kom svo fyrsta mark leiksins en það gerði Gabon maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang með marki úr vítaspyrnu.

Aubameyang var aftur á ferðinni ellefu mínútum síðar þegar hann var óvaldaður í vítateig gestanna eftir hornspyrnu og urðu Gabon manninum ekki á nein mistök. Lánleysi gestanna algjört og það átti bara eftir að aukast en Badou Ndiaye braut afskaplega heimskulega á Alexandre Lacazette innan vítateigs á 89.mínútu.

Vítaspyrna dæmd og fór Lacazette sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur 3-0 fyrir Arsenal og staða Stoke í næstneðsta sæti deildarinnar ansi svört.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira