Enski boltinn

Mourinho: Við erum næstbestir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, gefur lítið fyrir þá umræðu um að liðið sé ofar í töflunni en það eigi að vera miðað við frammistöðu.

Aðeins er tímaspursmál hvenær Man City tryggir sér Englandsmeistaratitil en keppni um annað sætið er hörð og stendur Man Utd vel að vígi í þeirri baráttu við Tottenham og Liverpool.

„Manchester City skiptir mig ekki máli. Það sem skiptir mig máli er að alveg frá því að við misstum efsta sætið höfuð við verið í öðru sæti,“ segir Mourinho.

„Við verðskuldum það, sama hvað gagnrýnendur vilja segja. Þið segið að liðin í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti séu öll betri en við. Þau eru ekki betri en við. Við höfum fleiri stig en þeir. Við ætlum að berjast fyrir þessu sæti út tímabilið,“ segir Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×