Enski boltinn

Mkhitaryan: Saknaði þess að spila sóknarbolta

Dagur Lárusson skrifar
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. vísir/getty
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, hefur skotið föstum skotum á fyrrum stjóra sinn José Mourinho.

 

Henrikh Mkhitaryan gekk til liðs við Arsenal í skiptum fyrir Alexis Sanchez í janúar en hann sagðist ekki hafa notið þess að spila hjá United því liðið spilaði ekki sóknarbolta.

 

„Þegar ég heyrði að því að ég gæti gengið til liðs við Arsenal þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um heldur ákveð mig strax á stundinni að ég vildi gera það.“

 

„Ég í rauninni gæti ekki hafa ímyndað mér betri byrjun hjá félaginu, ég saknaði þess svo mikið að spila sóknarbolta.“

 

„Ég gekk til liðs Arsenal vegna þess að Wenger vildi fá mig, ekki vegna þess að hann þurfti að finna einhvern í stað Alexis.“

 

„Við erum gjörólíkir leikmenn með mismunandi styrkleika. Ég mun halda áfram að gera mitt allra besta fyrir liðið,“ sagðiMkhitaryan

 

Síðan Mkhitaryan gekk til liðs við Arsenal hefur hann lagt upp mikið af mörkum og m.a. hjálpað liðinu að komast í átta liða úrslit í Evrópudeildinni en hann skoraði t.d. á San Siro gegn AC Milan.

 


Tengdar fréttir

Welbeck hetja Arsenal í dramatískum sigri

Danny Welbeck var allt í öllu í sigri Arsenal á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn leystist upp í vitleysu á loka mínútunum með tvö rauð spjöld í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×