Enski boltinn

Christensen: Ég er þakklátur Conte

Dagur Lárusson skrifar
Andreas Christensen.
Andreas Christensen. vísir/getty
Andrea Christensen, leikmaður Chelsea, segist vera þakklátur Antonio Conte fyrir að hafa ennþá trú á sér þó svo að frammistaða hans hafi ekki verið jafn góð í síðustu leikjum og í byrjun tímabils.

 

Antonio Conte hvíldi Andrea Christensen í jafnteflinu gegn West Ham í dag en Christensen segir að það sé ómögulegt að fara í gegnum heilt tímabil sem varnamaður í ensku deildinni án þess að gera mistök.

 

„Mér hefur ekki gengið vel uppá síðkastið en ég er þó ánægður með mína frammistöðu í heildina á þessu tímabili.“

 

„Það er létt að horfa bara á síðustu leiki en ég reyni að minna mig á það að fyrstu 20-30 leikina á tímabilinu þá gerði ég nánast engin mistök. Það vita það allir að þú getur ekki farið í gegnum heilt tímabil í ensku deildinni án þess að gera mistök.“

 

„Mistök eru einfaldlega bara hluti af starfinu og það getur verið erfitt þegar þú gerir nokkur í röð. Þá er mikilvægt að vera með góða liðfsélaga í kringum þig og stjóra sem hefur trú á þér og ég er í þeirri stöðu.“

 

Christensen er einn af fjölmörgum ungum leikmönnum Chelsea sem var sendur út á lán til liðs utan Englands og síðan kallaður til baka til þess að spila með aðalliðinu. 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×