Enski boltinn

Conte: Þessi leikur lýsir tímabilinu

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að jafnteflið gegn West Ham lýsir því hvernig tímabilið hefur verið hjá Chelsea.

Chelsea komst yfir snemma leiks með marki frá Cezar Azpiliqueta en Javier Hernandez kom inná fyrir West Ham og jafnaði þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Chelsea er nú tíu stigum á eftir Tottenham og því eru litlar líkur á því að liðið nái Meistaradeildarsæti.

„Við erum auðvitað mjög svekktir eftir þennan leik,“ sagði Conte.

„Okkur hefur ekki gengið nógu vel á þessu tímabili og þessi leikur í rauninni lýsir tímabilinu okkar. Í mörgum leikjum höfum við spilað vel, skapað mikið af tækifærum, en þegar þú nýtir ekki færin þá fer þetta svona.“

„Hversu oft hef ég sagt eftir leiki að við nýttum ekki tækifærin okkar? Ég hef sagt það svo oft.“

 Eftir tapið gegn Tottenham um síðustu helgi þá var Conte ennþá bjartsýnn með það að liðið myndi ná Meistaradeildarsæti. Það var þó annar tónn í Conte eftir leikinn í gær.

„Við verðum að vera raunsæir,“ sagði Conte.

„Við þurftum að vinna þennan leik til þess að eiga möguleika á að ná Meistaradeildarsætinu, en við gerðum það ekki,“ sagði Conte.

Framtíð Conte liggur í lausu lofti þessa daganna en miðlar í Bretlandi halda því fram að Chelsea losi sig við hann í sumar.

 


Tengdar fréttir

Christensen: Ég er þakklátur Conte

Andrea Christensen, leikmaður Chelsea, segist vera þakklátur Antonio Conte fyrir að hafa ennþá trú á sér þó svo að frammistaða hans hafi ekki verið jafn góð í síðustu leikjum og í byrjun tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×