Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 23:30 Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í Salisbury. vísir/getty Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. Hann sagði að rannsóknin myndi hins vegar að öllum líkindum taka langan tíma og yrði örugglega ekki lokið fyrir sumarið. Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem rakið er til rússneskra stjórnvalda. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa haft nokkuð með eitrunina að gera en engu að síður hafa bresk stjórnvöld gripið til þess að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og koma 250 lögreglumenn að henni en þeir eru sérhæfðir í rannsóknum á hryðjuverkum. Í dag setti lögreglan svo upp járngrindverk við barinn Mill í Salisbury en Skripal-feðginin komu við á barnum áður en þau veiktust af taugaeitrinu. Barinn er því hluti af vettvangi glæpsins en agnir af taugaeitrinu fundust á barnum sem og á veitingastaðnum Zizzi þar sem feðginin eyddu eftirmiðdeginum áður en þau veiktust. Basu segir að megináhersla rannsóknarinnar sé á að finna út úr því hvernig farið var með eitrið. Lögreglumenn hafa tekið skýrslur af um 400 vitnum vegna málsins og eru að skoða meira en 750 sönnunargögn og fjögur þúsund klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum. Byggt á fréttum BBC og Guardian. Tengdar fréttir Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. Hann sagði að rannsóknin myndi hins vegar að öllum líkindum taka langan tíma og yrði örugglega ekki lokið fyrir sumarið. Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem rakið er til rússneskra stjórnvalda. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa haft nokkuð með eitrunina að gera en engu að síður hafa bresk stjórnvöld gripið til þess að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og koma 250 lögreglumenn að henni en þeir eru sérhæfðir í rannsóknum á hryðjuverkum. Í dag setti lögreglan svo upp járngrindverk við barinn Mill í Salisbury en Skripal-feðginin komu við á barnum áður en þau veiktust af taugaeitrinu. Barinn er því hluti af vettvangi glæpsins en agnir af taugaeitrinu fundust á barnum sem og á veitingastaðnum Zizzi þar sem feðginin eyddu eftirmiðdeginum áður en þau veiktust. Basu segir að megináhersla rannsóknarinnar sé á að finna út úr því hvernig farið var með eitrið. Lögreglumenn hafa tekið skýrslur af um 400 vitnum vegna málsins og eru að skoða meira en 750 sönnunargögn og fjögur þúsund klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum. Byggt á fréttum BBC og Guardian.
Tengdar fréttir Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46