Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:29 Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. Vísir/AFP Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50