Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 10:52 Peter Madsen. Vísir/AFP Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35