Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 10:52 Peter Madsen. Vísir/AFP Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Búist er við því að danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen verði yfirheyrður í dómsal í dag. Réttarhöld yfir Madsen hófust í dag en hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Sundurlimað lík blaðakonunnar fannst nokkrum dögum síðar. Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Búist er við að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Lögregla rannsakar kafbátinn hans Madsen.Vísir/EPA Málið hefur vakið heimsathygli Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi. Búist er við því að réttarhöldin standi yfir í tólf daga og að dómur liggi fyrir 25. apríl næstkomandi. Ætla að sanna að hann hafi myrt hana Það sem komið hefur fram dómsal í morgun er að Peter Madsen hefur ekki rætt við lögreglu síðan í október í fyrra. Saksóknarar hafa í morgun farið yfir í smáatriðum hvernig þeir ætla að sanna að Madsen hafi myrt Kim Wall að yfirlögðu ráði. Sagði saksóknarinn Jakob Buch-Jensen, að ýmislegt bendi til þess að Wall hafi verið bundin um borð í kafbátnum. Hann sýnir myndir úr kafbátnum þar sem sjá má reipi sem bundið er við pípur í bátnum. Peter Madsen hefur neitað að hafa myrt blaðakonuna og segir hana hafa látist af slysförum.Vísir/EPA Hann sýndi myndir af reipisbútum sem fundust á hafsbotni. Segir hann að greining á reipisbútunum sýni að þeir komi úr sama reipinu. Þá sýnir hann einnig myndir af líkamshlutum Wall þar sem sjá má merki um að hún hafi verið bundin með reipi. Ætlaði að gera nærmynd af Madsen Kim Wall var mikilsvirt blaðakona sem var að vinna nærmynd af uppfinningamanninum Peter Madsen. Hann hafði boðið henni með í siglingu í 40 tonna kafbát sem hann smíðaði sjálfur eftir að hafa hópfjármagnað framkvæmdina árið 2006. Kafbátinn kallaði hann Nautilus. Kim Wall hafði skrifað fréttir fyrir New York Times, The Guardian, Vice og South China Morning Post. Hún og Madsen höfðu mælt sér mót á Refshaleoen-bryggju í Kaupmannahöfn klukkan sjö fimmtudagskvöldið 10. ágúst síðastliðinn. Sá síðasta sem sá þau saman var maðurinn sem var farþegi skemmtiferðaskips. Hann kom auga á þau í stjórnturni kafbátsins rétt fyrir sólarlag, eða um klukkan hálf níu, sama kvöld. Wall sneri ekki aftur úr þessari sjóferð en um klukkan hálf þrjú daginn eftir tilkynnti kærasti hennar að hennar væri saknað. Kafbáturinn sökk um klukkan hálf ellefu að morgni föstudagsins 11. ágúst en lögreglan tilkynnti þremur dögum síðar að kafbátnum hefði verið sökkt að yfirlögðu ráði. Sundurlimað lík Kim Wall fannst svo tíu dögum síðar við strönd Klydesoen, suður af Kaupmannahöfn. Líkamshlutar hennar fundust svo í plastpokum rúmum mánuði síðar í grennd við Klydesoen.Fylgst er með framvindu mála í Vaktinni á Vísi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35