Erlent

Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina.
Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina. VÍSIR/AFP
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu hefur verið kallaður heim til skrafs og ráðagerða en ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi um daginn.

Theresa May forsætisráðherra Breta, sem þegar hefur rekið 23 sendiráðsstarfsmenn til síns heima, fór í gær fram á svipaðar aðgerðir frá öðrum Evrópuríkjum. Frakkar, Pólverjar og Eystrasaltslöndin virðast öll ætla að fylgja í fótspor Breta og fleiri eru líkleg til að grípa til aðgerða. Rússar hafna algjörlega aðkomu sinni að málinu.

Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræðinu hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eins og kom fram á Vísi í gær. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur.

Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni.


Tengdar fréttir

Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal

Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum.

Mögulega með heilaskaða

Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×