Erlent

Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Bailey veiktist alvarlega í taugaeitursárásinni í Salisbury 4. mars.
Bailey veiktist alvarlega í taugaeitursárásinni í Salisbury 4. mars. Vísir/AFP
Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara fyrir rúmum tveimur vikum hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur.

Nick Bailey, aðstoðarvarðstjóri, varð fyrir eitrinu sem var notað á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk. Skripal vann fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var handtekinn fyrir gagnnjósnir fyrir Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010.

Lögreglumaðurinn segir að aðstæðurnar sem hann lenti í hafi verið algerlega óraunverulegar og hann eigi engin orð til að lýsa því hvernig honum liði í yfirlýsingu í dag.

Viðurkenndi Bailey að „venjulegt líf verður líklega aldrei eins fyrir mig“.

Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, raki 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi vegna árásarinnar og hvatti fleiri ríki til að fara að fordæmi hennar í dag.

Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni. Breska ríkisrútvarpið BBC segir að ekki sé vitað að hversu miklu leyti eitrið hafi skert vitsmunalega getu þeirra.


Tengdar fréttir

Segja ummæli Boris viðurstyggð

Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936

Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal

Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum.

Mestu brottvísanir í áratugi

Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.