Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 13:30 Menn hafa breytt grónu landi í ræktarland og spúð eitri yfir það um allan heim. Hvoru tveggja hefur stuðlað að hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Vísir/AFP Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira