Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd.
Aðeins tveir af 2.964 þingmönnum kínverska þingsins greiddu atkvæði gegn tillögunni, þrír sátu hjá. Forseta Kína hefur aðeins verið heimilt að sitja í tvö kjörtímabil en ákvæði þess efnis hafa verið í gildi áratugum saman.
Var það gert til þess að koma í veg fyrir að einhver einn leiðtogi gæti öðlast viðlíka völd og einræðisherrann Mao Zedong á síðustu öld.
Síðasta kjörtímabil Xi hefði verið á enda árið 2023 en í febrúar vartillagan um stjórnarskrárbreytingarnar lögð fram.
Xi hefur á undanförnum árum styrkt stöðu sína mjög sem forseti Kína ogsegir í frétt BBCað hann hafi nú sankað að sér svo miklum völdum, að annað eins hafi ekki sést í Kína áratugum saman.
Leiðin greið fyrir Xi Jinping

Tengdar fréttir

Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“
Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær.

Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping
Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár.