Erlent

Átta ungar konur á leið úr gæsaveislu létust í flugslysinu

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Vélin var á leið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Istanbúl.
Vélin var á leið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Istanbúl. Mynd/GoogleMaps
Átta ungar konur létust er einkaþota fórst í Íran í dag. Konurnar, sem eru frá Tyrklandi, höfðu verið í gæsaveislu í Dubai.

Ein kvennanna, hin 28 ára gamla Mina Basaran var dóttir tyrknesks milljarðamærings en þotan var í eigu föður hennar. Faðir Minu heitir Huseyin Basaran og er umsvifamikill viðskiptajöfur í Tyrklandi. Mina starfaði í fyrirtæki föður síns og sat í stjórn þess.

Mina átti tugþúsund fylgjenda á Instagram en margir þeirra hafa vottað samúð sína á þeim vettvangi. 

Tilefni ferðalagsins var fyrirhugað brúðkaup einnar úr vinkvennahópnum, en stöllurnar héldu gæsaveislu fyrir hana í Dubai. Skömmu fyrir slysið birti Mina mynd af sér ásamt vinkonum sínum að njóta lífsins á lúxushóteli í Dubai.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en þotan brotlenti í fjallshlíð í héraðinu Chahar Mahal-Bakhtiari í Íran, í um 400 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Tehran.

#minasbachelorette #bettertogether @buguniform

A post shared by Mina Başaran (@minabasaran) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×