Íslenski boltinn

Jafnt hjá Breiðablik og KR

Einar Sigurvinsson skrifar
Óskar Örn Hauksson skoraði í dag.
Óskar Örn Hauksson skoraði í dag. Vísir/stefán

Breiðablik og KR gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikar karla en leikið var í Fífunni í dag.

Blikar komust yfir á 26. mínútu þegar Aron Bjarnason potaði boltanum inn af stuttu færi eftir sendingu frá Sveini Aroni Guðjohnsen.

Snemma í síðari hálfleik jafnaði Óskar Örn Hauksson leikinn fyrir KR, en hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Atla Sigurjónssyni.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki, þrátt fyrir góð færi og lauk því leiknum með 1-1 jafntefli.

Liðin enda því riðil 2 í A-deild Lengjubikarsins í 2. og 3. sæti. Breiðablik í 2. sæti með 10 stig og KR í 3. sæti með 8 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.