Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2018 06:00 Stór hluti bygginga í Austur-Ghouta hefur gereyðilagst í átökunum. Vísir/AFP „Ég vona bara að guð verndi þau. Það er það eina sem ég bið um,“ sagði hinn 73 ára gamli Pakistani Mohammad Fadhl Akram við fréttastofu AFP í gær. Akram og eiginkona hans, Saghran Bibi, urðu í gær fyrstu almennu borgararnir sem náðu að flýja Austur-Ghouta frá því þung árásahrina bandamanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hófst fyrir næstum tveimur vikum. Hjónin þurftu að skilja eftir fimm börn sín og tólf barnabörn. Akram og Bibi flúðu í daglegu fimm klukkustunda hléi á átökunum sem Rússar hafa fyrirskipað. Var ákvörðunin um daglegt hlé tekin til að leyfa fólki að flýja og hjálparsamtökum að koma inn í Austur-Ghouta þar sem neyðin er mikil. Hléin verða áfram á hverjum degi, líklegast þangað til ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þrjátíu daga vopnahlé verður innleidd. Hjónin voru fyrst til að flýja þrátt fyrir að um þriðja hléið væri að ræða. Bæði Rússar og Sýrlandsstjórn hafa áður sagt það vera vegna þess að uppreisnarmenn komi í veg fyrir að fólk flýi með því að varpa sprengjum og skjóta á skipulagða flóttaleið almennra borgara. Vladimir Zolotukhin hershöfðingi sagði við blaðamenn í gær að fjöldi almennra borgara hefði beðið um aðstoð við að flýja.Mohammad Fadhl Akram, flóttamaður sem flúði frá Austur-Ghouta. Nordicphotos/AFPUppreisnarmenn hafna þessum ásökunum hins vegar alfarið. Þeir saka Rússa og Sýrlendinga á móti um að hætta ekki árásum sínum í hléunum. Undir það hafa eftirlitssamtök á svæðinu tekið, meðal annars hin bresku Syrian Observatory for Human Rights. Sameinuðu þjóðirnar létu vel í sér heyra í gær og eru erindrekar og stjórnendur þeirra ósáttir við aðgerðir Rússa, uppreisnarmanna og Assad-liða. Staffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, ítrekaði í gær þá bón SÞ að stríðandi fylkingar innleiddu þegar í stað vopnahlésályktun Öryggisráðsins.„Við munum halda áfram að biðja þangað til við verðum rauð í framan, jafnvel blá. Við biðjum báðar fylkingar um að hætta að sprengja landsvæði hvor annarrar og um að hleypa bílalestum hjálparsamtaka inn í Austur-Ghouta.“ Jan Egeland, sérstakur ráðgjafi de Mistura, sagði í gær frá því að hann hefði sent fulltrúum þeirra þjóða sem sitja í sérstakri nefnd SÞ um ástandið í Sýrlandi „óvenju harðort“ bréf. „Ykkur er að mistakast alfarið að hjálpa okkur að hjálpa almennum borgurum í Sýrlandi,“ sagði Egeland. Lýsti hann ástandinu í Austur-Ghouta á þann hátt að þar væri engin virðing borin fyrir alþjóðalögum. Egeland sagði nauðsynlegt að nokkrar bílalestir fengju að fara inn í Austur-Ghouta í hverri viku og að um þúsund þyrftu bráðnauðsynlega aðstoð við að komast út af svæðinu vegna sára sinna. Sagði hann nauðsynlegt að bæði stjórnarliðar og uppreisnarmenn aðstoðuðu hjálparsamtök og almenna borgara. „Ég verð bara að segja það að ég veit ekki um ein einustu hjálparsamtök sem telja fimm klukkustundir nægan tíma til að aðstoða almenna borgara í Austur-Ghouta og flytja hina særðu á brott,“ sagði Egeland enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Linnulausar árásir Assad-liða á Austur-Ghouta halda áfram. Tala látinna hækkar. Öryggisráðið átti að greiða atkvæði um vopnahlé í gær. Atkvæðagreiðslunni frestað ítrekað. Rússar sakaðir um að tefja svo árásir á svæðið geti haldið áfram. 24. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Ég vona bara að guð verndi þau. Það er það eina sem ég bið um,“ sagði hinn 73 ára gamli Pakistani Mohammad Fadhl Akram við fréttastofu AFP í gær. Akram og eiginkona hans, Saghran Bibi, urðu í gær fyrstu almennu borgararnir sem náðu að flýja Austur-Ghouta frá því þung árásahrina bandamanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hófst fyrir næstum tveimur vikum. Hjónin þurftu að skilja eftir fimm börn sín og tólf barnabörn. Akram og Bibi flúðu í daglegu fimm klukkustunda hléi á átökunum sem Rússar hafa fyrirskipað. Var ákvörðunin um daglegt hlé tekin til að leyfa fólki að flýja og hjálparsamtökum að koma inn í Austur-Ghouta þar sem neyðin er mikil. Hléin verða áfram á hverjum degi, líklegast þangað til ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þrjátíu daga vopnahlé verður innleidd. Hjónin voru fyrst til að flýja þrátt fyrir að um þriðja hléið væri að ræða. Bæði Rússar og Sýrlandsstjórn hafa áður sagt það vera vegna þess að uppreisnarmenn komi í veg fyrir að fólk flýi með því að varpa sprengjum og skjóta á skipulagða flóttaleið almennra borgara. Vladimir Zolotukhin hershöfðingi sagði við blaðamenn í gær að fjöldi almennra borgara hefði beðið um aðstoð við að flýja.Mohammad Fadhl Akram, flóttamaður sem flúði frá Austur-Ghouta. Nordicphotos/AFPUppreisnarmenn hafna þessum ásökunum hins vegar alfarið. Þeir saka Rússa og Sýrlendinga á móti um að hætta ekki árásum sínum í hléunum. Undir það hafa eftirlitssamtök á svæðinu tekið, meðal annars hin bresku Syrian Observatory for Human Rights. Sameinuðu þjóðirnar létu vel í sér heyra í gær og eru erindrekar og stjórnendur þeirra ósáttir við aðgerðir Rússa, uppreisnarmanna og Assad-liða. Staffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, ítrekaði í gær þá bón SÞ að stríðandi fylkingar innleiddu þegar í stað vopnahlésályktun Öryggisráðsins.„Við munum halda áfram að biðja þangað til við verðum rauð í framan, jafnvel blá. Við biðjum báðar fylkingar um að hætta að sprengja landsvæði hvor annarrar og um að hleypa bílalestum hjálparsamtaka inn í Austur-Ghouta.“ Jan Egeland, sérstakur ráðgjafi de Mistura, sagði í gær frá því að hann hefði sent fulltrúum þeirra þjóða sem sitja í sérstakri nefnd SÞ um ástandið í Sýrlandi „óvenju harðort“ bréf. „Ykkur er að mistakast alfarið að hjálpa okkur að hjálpa almennum borgurum í Sýrlandi,“ sagði Egeland. Lýsti hann ástandinu í Austur-Ghouta á þann hátt að þar væri engin virðing borin fyrir alþjóðalögum. Egeland sagði nauðsynlegt að nokkrar bílalestir fengju að fara inn í Austur-Ghouta í hverri viku og að um þúsund þyrftu bráðnauðsynlega aðstoð við að komast út af svæðinu vegna sára sinna. Sagði hann nauðsynlegt að bæði stjórnarliðar og uppreisnarmenn aðstoðuðu hjálparsamtök og almenna borgara. „Ég verð bara að segja það að ég veit ekki um ein einustu hjálparsamtök sem telja fimm klukkustundir nægan tíma til að aðstoða almenna borgara í Austur-Ghouta og flytja hina særðu á brott,“ sagði Egeland enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Linnulausar árásir Assad-liða á Austur-Ghouta halda áfram. Tala látinna hækkar. Öryggisráðið átti að greiða atkvæði um vopnahlé í gær. Atkvæðagreiðslunni frestað ítrekað. Rússar sakaðir um að tefja svo árásir á svæðið geti haldið áfram. 24. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki Linnulausar árásir Assad-liða á Austur-Ghouta halda áfram. Tala látinna hækkar. Öryggisráðið átti að greiða atkvæði um vopnahlé í gær. Atkvæðagreiðslunni frestað ítrekað. Rússar sakaðir um að tefja svo árásir á svæðið geti haldið áfram. 24. febrúar 2018 21:00