Erlent

Tveir látnir í skotárás í Michigan

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Central Michigan-háskólinn er staðsettur um 200 kílómetra norðvestan af Detroit.
Central Michigan-háskólinn er staðsettur um 200 kílómetra norðvestan af Detroit. Skjáskot/Google Maps
Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum nú síðdegis að íslenskum tíma.

Hinn 19 ára James Eric Davis Jr., sem var íklæddur sinnepsgulum gallabuxum og blárri hettupeysu, er grunaður um verknaðinn að því er fram kemur í frétt Reuters. Hans er enn saknað og er auk þess talið að hann sé „vopnaður og hættulegur.“

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru hinir látnu ekki nemendur við Central Michigan-háskólann en árásin var framin á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar. Þá er árásin rakin til heimiliserja.

Þeim tilmælum er beint til almennings á svæðinu að halda sig innandyra á meðan árásarmannsins er enn saknað. Central Michigan-háskólinn er staðsettur í um 200 kílómetra fjarlægð norðvestur af Detroit.

Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída í febrúar. Umræða um skotárásir og herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum hefur farið hátt síðan þá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×