Erlent

Vopnaður kennari handtekinn í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skotvopn í skólum hafa verið í brennidepli í Bandaríkjunum eftir mannskæða skotárás í skóla í Flórída
Skotvopn í skólum hafa verið í brennidepli í Bandaríkjunum eftir mannskæða skotárás í skóla í Flórída Vísir/AFP
Lögregla í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið kennara sem hleypti af byssu í kennslustofu. Læsti hann sig inn í stofunni og hleypti af byssunni er skólastjóri skólans reyndi að komast inn í kennslustofuna. Reuters greinir frá.

Um leið og byssuskotið heyrðist var skólinn rýmdur en stutt er síðan sautján létust í skotárás í skóla í Flórída. Sú skotárás hefur hrundið af stað mikilli umræði um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og eru yfirvöld undir miklum þrýstingi að gera breytingar á henni.

Kennarinn var læstur inn í stofunni í rétt tæpan klukkutíma en hann var handtekinn af lögreglu. Enginn slasaðist utan þess að nemandi meiddist á ökkla er skólinn var rýmdur.

Stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því að vopna kennara til þess að koma í veg fyrir skotárásir í skólum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×