Erlent

Ráðist á Ouagadougou

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Herinn barðist við skæruliða í Ouagadougou.
Herinn barðist við skæruliða í Ouagadougou. Nordicphotos/AFP
Búrkína Fasó Skæruliðar réðust í gær á nokkrar stofnanir í Ouag­adougou, höfuðborg Búrkína Fasó, og voru franska sendiráðið og höfuðstöðvar búrkínska hersins á meðal skotmarka. Í yfirlýsingu frá búrkínsku ríkisstjórninni sagði að fjórir árásarmannanna hefðu verið felldir í sendiráðinu og að minnsta kosti tveir á herstöðinni. Nokkrir her- og lögreglumenn væru særðir en engar tilkynningar um andlát hefðu borist.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Remis Fulgance Dandijnou upplýsingamálaráðherra sagði í viðtali við ríkissjónvarp Afríkuríkisins að allt benti til þess að um hryðjuverk væri að ræða. BBC greindi frá því að vitni hefðu séð þungvopnaða menn stíga út úr bíl sem snarhemlaði. Þeir hófu þá skothríð og héldu í átt að franska sendiráðinu.

Armand Béouindé, borgarstjóri Ouagadougou, sagði við franska blaðið Le Monde að árásarmenn hefðu sömuleiðis skotið á ráðhús borgarinnar og að gluggarnir á skrifstofu borgarstjóra hefðu brotnað þegar skotið var á bygginguna. „Mér skilst að þetta séu íslamskir öfgamenn,“ sagði borgarstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×